Afmælisrit SS 2012

Endurritun 25 & 50 ára sögu SS Formáli Með kærri félagskveðju, Hallfreður Vilhjálmsson Steinþór Skúlason Stjórnarformaður Forstjóri Í fórum SS leynast merkir munir er geyma sögu liðins tíma. Tíma er allt var með öðrum hætti en nú. Lífsbarátta bænda var hörð og enn harðari vegna óvissu og óöryggis um afsetningu afurða. Fyrir stofnun SS var sá háttur á að bændur ráku sláturfé til Reykjavíkur og freistuðu þess að selja það kjötkaupmönnum. Það fé sem bænd- um tókst ekki að selja þann daginn var rekið út fyrir bæinn á beit að kvöldi og svo til baka dag- inn. Gat þetta gengið svo allt haustið og dæmi voru um að bændum tækist ekki að selja slát- urfé sitt og þyrftu að reka það heim síðla hausts. Kjötkaupmenn seldu margt fé á fæti til Bret- lands en undir lok 19. aldar var sett bann á innflutning sauðfjár frá Íslandi undir yfirskyni sjúkdómavarna sem skapaði mikinn vanda fyrir íslenska bændur. Söltun var helsta geymsluað- ferðin á kjöti. Við sölubannið varð þörf á meiri slátrun og meiri sölu á saltkjöti og það einkum selt til Danmerkur. Verkun saltkjöts var veru- lega áfátt og íslenskt saltkjöt hafði á sér slæma ímynd. Slátrun fór að mestu fram utandyra og var framkvæmd af ólærðum mönnum. Kom af sjálfu sér að sláturverkun var ekki góð. Við þessar aðstæður hófst undirbúningur að stofnun sameignarsláturhúss sem lauk með stofnun Sláturfélags Suðurlands svf. við Þjórs- árbrú hinn 28. janúar árið 1907. Mikill kraftur einkenndi starfsemi SS á fyrsta ári. Byggt var fullkomið sláturhús við Skúlagötu og slátrun hafin um haustið. Jafnframt voru ráðnir lærðir menn til sláturstarfa og mikið átak gert í að bæta verkun á saltkjöti. Frá upphafi hafa gæði í vinnubrögðum og gæði í vörum verið aðalsmerki SS og er sú arf- leifð sem allir sem að félaginu standa fá og ber að viðhalda. SS er enn rekið sem samvinnufélag fram- leiðenda og fylgir þeim hugsjónum er að baki liggja. Samvinnufélag byggir á hugsjón um sam- eiginlega hagsmuni, hugsjón um jafnan rétt allra og því að árangur er ekki eingöngu mældur í rekstrarafgangi heldur einnig því hversu vel fé- laginu tekst að þjónusta félagsmenn. Í vörslu SS eru eintök af 25 ára sögu SS sem gefin var út árið 1932 og eintök af 50 ára af- mælisriti félagsins sem gefið var út árið 1957. Til fróðleiks og til að heiðra gengnar kynslóðir hafa ritin verið endurprentuð og gefin út aftur. Tíminn líður og kynslóðir koma og fara. Eftir situr slóð minninga sem ber að varðveita til gagns og til gleði. Afmælisrit Sláturfélags Suð- urlands svf. eru hér með færð félagsmönnum aftur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=