Afmælisrit SS 2012

183 Endurritun 25 & 50 ára sögu SS Stofnskírteini, fréttabréf og 50 ára afmælisrit Skv. 14. grein samþykkta Sláturfélagsins, sem samþykktar voru á stofnfundi félagsins við Þjórsárbrú, gaf félagið út stofnbréf og var félags- mönnum skylt að kaupa eitt eða fleiri stofnbréf. Félagið lofaði 5% föstum vöxtum á stofnbréfin og ákvæði voru um með hvaða hætti hægt væri að innleysa þau. Mörg önnur merkileg ákvæði voru í upphaflegum samþykktum sem bundu félagsmenn til fullrar hollustu í viðskiptum við félagið eða vera sektaðir ella og skýrast af nauð- syn samstöðu við að byggja upp félagið. Stofn- bréfin voru prentuð á löggiltan pappír og hvert stofnbréf undirritað af forstjóra þess. Í fórum SS er eitt slíkt bréf frá árinu 1929 og fylgir afrit þess hér á eftir. Sláturfélagið sendi bændum til gagns vönduð fréttabréf. Fréttabréfin innihéldu upplýsingar um rekstur félagsins og ýmsar leiðbeiningar um það sem talið var að betur mætti fara bæði í búskap auk hugmynda um betrumbætur á við- skiptum félagsmanna við Sláturfélagið. Í eftir- farandi fréttabréfi frá árinu 1933 er komið inn á kunnuglegt viðfangsefni sem er þörf á lengingu sláturtíðarinnar en einnig önnur atriði eins og ræktun jarðepla. Á eftir stofnbréfinu og fréttabréfinu frá 1933 er birt afrit af 50 ára afmælisriti Sláturfélagsins. Ritið er öðru fremur byggt á myndefni til að skýra sem best þá uppbyggingu sem orðið hafði hjá félaginu fram til þess tíma. Í formála er Pétur Ottesen alþingismaður og stjórnarformaður Sláturfélagsins ritaði að 50 ára afmælisritinu, sem gefið var út árið 1957, sagði Pétur meðal annars : „... að Sláturfélag Suðurlands eða þeir, sem því stjórna, hafa kostað kapps um það að fylgja trúlega því stefnumarki, sem upprunalega var ritað á skjöld félagsins, að það skyldi jafnan gegna forystuhlut- verki í öllu, sem lýtur að kjötverkun og kjötsölu, og ávallt skyldi sýnd í því árvekni og ástundum að gjöra vörurnar svo úr garði, að neytendum þættu þær eftirsóknarverðar. Stjórnendum Sláturfélags Suðurlands hefur jafnan verið það ljóst, að styrkur félagsins liggur í því fyrst og fremst, að það nýtur trausts neytendanna. Því betur sem félaginu tekst að gegna þessu hlutverki, því traustari verður aðstaða þess til þess að standa vörð um hagsmuni bændanna sem það vinnur fyrir. Innan félagsins er fyrir hendi fullur skilningur á því, að þetta hvorttveggja er í órofa sambandi hvort við anna ð .“ Orð Péturs lýsa stefnu og markaðshugsun sem félagið hefur fylgt alla tíð og gerir enn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=